Flogið til Ísafjarðar á ný

Flogið verður til Ísafjarðar í dag.
Flogið verður til Ísafjarðar í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Flogið verður til Ísafjarðar í dag en flug þangað hefur legið niðri tvo daga í röð vegna veðurs. Flugið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Flugfélags Íslands.

Allt innanlandsflug lá niðri á föstudaginn fram­an af degi en hófst svo að nýju um miðjan dag­inn til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar en ekki til Ísa­fjarðar.  

Á Vestfjörðum er lítils háttar snjókoma eða slydda og er hitinn rétt í kringum frostmark og lítils háttar vindur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert