Flogið verður til Ísafjarðar í dag en flug þangað hefur legið niðri tvo daga í röð vegna veðurs. Flugið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Flugfélags Íslands.
Allt innanlandsflug lá niðri á föstudaginn framan af degi en hófst svo að nýju um miðjan daginn til Egilsstaða og Akureyrar en ekki til Ísafjarðar.
Á Vestfjörðum er lítils háttar snjókoma eða slydda og er hitinn rétt í kringum frostmark og lítils háttar vindur.