Vill láta loka United Silicon

United Silicon í Reykjanesbæ.
United Silicon í Reykjanesbæ. Ljósmynd/United Silicon

Kol­brún Jóna Pét­urs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, vill að kís­il­verk­miðju United Silcon verði lokað. Bæj­ar­stjórn­in hef­ur óskað eft­ir fundi með Um­hverf­is­stofn­un í vik­unni og vill Kol­brún að brugðist verði þannig við að „það hætti þessi til­rauna­starf­semi USI gagn­vart íbú­um bæj­ar­ins“.

Á Face­book-síðu sinni vís­ar Kol­brún Jóna í frétt Rúv frá því í há­deg­inu þar sem dós­ent við lækna­deild Há­skóla Íslands seg­ir fulla ástæðu fyr­ir íbúa Reykja­nes­bæj­ar að hafa áhyggj­ur af arsenikmeng­un frá verk­smiðjunni.

„Það er komið gott í frétt­um um meng­un og ég held að það sé ekki bara ég sem fæ hroll þegar ARSENIK er farið að leka hér yfir okk­ur í tutt­ugu­földu magni þess sem áætlað var,“ skrif­ar Kol­brún Jóna.

„Í mín­um huga þarf að loka verk­smiðjunni þangað til að starfs­menn henn­ar hafa náð tök­um á ÖLLUM þeim vand­ræðum sem hafa komið upp.“

Um­hverf­is­stofn­un hafnaði beiðni United Silicon um miðjan mars um að fá sex mánaða frest til að bæta úr frá­vik­um. 

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert