Karlar greiða 33% minna

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er rosa­lega slá­andi. Mér er al­veg sama þó að skýr­ing­in sé sú að ein­hverj­ar teg­und­ir kvenna­greina, hvort sem kven­sjúk­dóma­lækn­ing­ar séu eitt­hvað flókn­ari eða hvað, þá á bara trygg­inga­kerfið okk­ar að taka til­lit til þess en ekki að demba þess­um kostnaði yfir á kon­urn­ar.“ Þetta seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag vakti hún at­hygli heil­brigðisráðherra á því að svo virðist sem svo­kallaður bleik­ur skatt­ur kunni að leyn­ast í heil­brigðis­kerf­inu. „Mér finnst ótækt ef hann er að smjúga inn í heil­brigðisþjón­ust­una okk­ar,“ seg­ir Hanna Katrín.

At­hygli henn­ar hafði verið vak­in á því að greiðsluþátt­taka sjúk­linga við komu til sér­fræðilækna væri hærri þegar um væri að ræða grein­ar þar sem kon­ur eru í meiri­hluta skjól­stæðing­ar.

Karl­ar „ódýr­ari gerð“ af homo sapiens?

Grennslaðist hún þá fyr­ir um töl­ur og komst að því að greiðsluþátt­taka skjól­stæðinga, hjá þeim sér­fræðilækn­um þar sem þar sem ekki var mark­tæk­ur mun­ur milli kynja, var um 11,5% yfir meðaltali. Í grein­um þar sem kon­ur leita í meiri­hluta þjón­ustu er greiðsluþátt­tak­an 10% yfir meðaltali en aft­ur á móti var greiðsluþátt­taka 33% und­ir meðaltali hjá þeim sér­fræðilækn­um sem karl­ar þurfa í meiri­hluta að leita til.  

„Ég ætla í sjálfu sér ekk­ert að standa hér og mót­mæla því ef lesa má milli lín­anna að karl­ar séu al­mennt ein­fald­ari og ódýr­ari gerð af homo sapiens en kon­ur. En mig lang­ar að spyrja hæst­virt­an heil­brigðisráðherra hvort ekki sé ástæða til að fara bet­ur ofan í saum­ana á þess­um mál­um, kyn­greina komu­gjöld til sér­fræðinga,“ sagði Hanna Katrín á Alþingi í dag og upp­skar létt­an hlát­ur í þingsal.

Hún kveðst ánægð með viðbrögð ráðherra við fyr­ir­spurn­inni en hann hafi ekki verið meðvitaður um þess­ar töl­ur. „Ég heyrði bara á hon­um að þetta væri eitt­hvað sem hann hafi ekki ætlað sér að standa fyr­ir og hann ætlaði að skoða þetta nán­ar,“ seg­ir Hanna Katrín við mbl.is. „Hann hef­ur aðgang að þess­um gögn­um og hans fólk og ég vona bara að þau skoði þetta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert