Lóan er komin til landsins. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands nú fyrir stundu. Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það sagðar fyrstu lóurnar sem fréttist af þetta vorið, sem ekki höfðu vetursetu á landinu.
Óvenjumargar heiðlóur höfðu þó vetursetu á suðvestanverðu landinu að því er fram kemur í færslunni.