Smærri íbúðir eru dýrari

Lítið sem ekkert byggt af svokölluðum tveggja herbergja íbúðum.
Lítið sem ekkert byggt af svokölluðum tveggja herbergja íbúðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýr­ara er fyr­ir verk­taka að byggja smærri íbúðir en stærri og því er lítið fram­leitt af íbúðum sem henta fyrstu kaup­end­um, þ.e. íbúðum sem eru á stærðarbil­inu 65-85 fer­metr­ar.

Friðrik Á. Ólafs­son, viðskipta­stjóri bygg­ing­ariðnaðar hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir verk­taka meta stöðuna þannig að markaður sé enn fyr­ir fólk sem vilji fara úr sér­býli í nýj­ar íbúðir í fjöl­býli og að lóðaverð sé yf­ir­leitt það sama, hvort sem byggð sé 50 fer­metra íbúð eða 150 fer­metra íbúð.

Að hans mati er þörf á fyr­ir­greiðslu þannig að ávinn­ing­ur sé af því að byggja smærri íbúðirn­ar og að um leið hafi kaup­end­ur efni á þeim. Í ein­hverj­um til­vik­um hafa sveit­ar­fé­lög miðað lóðaverð við 75 fer­metra íbúð og inn­heimt auka­gjald fyr­ir viðbót­ar­fer­metra, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert