Smærri íbúðir eru dýrari

Lítið sem ekkert byggt af svokölluðum tveggja herbergja íbúðum.
Lítið sem ekkert byggt af svokölluðum tveggja herbergja íbúðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýrara er fyrir verktaka að byggja smærri íbúðir en stærri og því er lítið framleitt af íbúðum sem henta fyrstu kaupendum, þ.e. íbúðum sem eru á stærðarbilinu 65-85 fermetrar.

Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, segir verktaka meta stöðuna þannig að markaður sé enn fyrir fólk sem vilji fara úr sérbýli í nýjar íbúðir í fjölbýli og að lóðaverð sé yfirleitt það sama, hvort sem byggð sé 50 fermetra íbúð eða 150 fermetra íbúð.

Að hans mati er þörf á fyrirgreiðslu þannig að ávinningur sé af því að byggja smærri íbúðirnar og að um leið hafi kaupendur efni á þeim. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög miðað lóðaverð við 75 fermetra íbúð og innheimt aukagjald fyrir viðbótarfermetra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka