Draumurinn um svefn

Erla segir svefninn trúlega alltaf verða ráðgátu að einhverju leyti.
Erla segir svefninn trúlega alltaf verða ráðgátu að einhverju leyti. mbl.is/Árni Sæberg

„Segja má að við fæðumst með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt, í landi svefns og landi vöku. Hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr dvelj­um við flest um það bil helm­ing æsku­ár­anna og þriðjung full­orðins­ár­anna í landi svefns­ins og ekki að ástæðulausu,“ skrif­ar dr. Erla Björns­dótt­ir í for­mála ný­út­kom­inn­ar bók­ar sinn­ar, Svefn. Sjálf er hún vak­in og sof­in í báðum lönd­um.

Þegar Erla Björns­dótt­ir sál­fræðing­ur hóf að rann­saka svefn í doktors­námi sínu við Há­skóla Íslands fyr­ir átta árum undraðist hún að ekki var til aðgengi­leg bók á ís­lensku um þetta lífs­nauðsyn­lega fyr­ir­bæri. Á sama tíma voru bæk­ur um hinar grunnstoðir góðrar heilsu; nær­ingu og hreyf­ingu, á hverju strái. Erlu dreymdi um að gefa út bók um svefn. „Mér fannst svefn­inn svo spenn­andi viðfangs­efni að ég var ákveðin í að láta draum­inn ræt­ast einn góðan veður­dag þegar ég vissi meira,“ seg­ir hún. Sá dag­ur er runn­inn upp. Um­fjöll­un­ar­efnið er marg­breyti­legt og flókið, bókar­titil­inn ein­fald­ur; Svefn.

Og, nei, Erla veit ekki allt um svefn, slíkt tel­ur hún enda ekki mögu­legt. Svefn­inn sé og verði trú­lega alltaf að nokkru leyti ráðgáta. „Ég veit samt býsna margt og læri meira og meira á hverj­um degi,“ seg­ir hún.

Bók­in skipt­ist í tíu kafla, sem grein­ast í mis­marga undirkafla, og fjalla m.a. um svefnþörf, lík­ams­klukku, svefntrufl­an­ir, langvar­andi svefn­leysi og svefn barna, ung­linga og kvenna. Auk fróðleiks eru í henni góð ráð við svefn­vanda­mál­um og -trufl­un­um af ýmsu tagi og mörg­um spurn­ing­um svarað sem efa­lítið brenna á fólki á ein­hverj­um tíma­punkti. Fáir sofa eins og engl­ar allt sitt ævi­skeið og meira að segja höf­und­ur­inn hef­ur átt sín­ar and­vöku­næt­ur. „Ég á fjög­ur börn og veit al­veg hvaða áhrif svefn­leysi get­ur haft,“ seg­ir hún til skýr­ing­ar og nefn­ir þau helstu:

„Skert orka, ein­beit­ing og minni. Maður verður lat­ari en ella og fer að sækja í óholla fæðu eins og syk­ur og ein­föld kol­vetni í viðleitni til að keyra upp ork­una. Ef svefn­leysið er langvar­andi er hætta á ýms­um heilsu­fars­leg­um kvill­um, bæði lík­am­leg­um og and­leg­um, til dæm­is kvíða og dep­urð. Bólgu­boðefni fara að hlaðast upp í lík­am­an­um, sem auka lík­ur á hjarta- og kran­sæðasjúk­dóm­um, svo fátt eitt sé talið.“

Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund.
Meðalsvefnþörf full­orðinna er um sjö og hálf klukku­stund.


Er svefn fyr­ir aum­ingja?

Erla seg­ir mik­il­vægt að fólk geri sér grein fyr­ir að eng­inn geti stytt sér leið, all­ir borgi sinn skatt ef þeir klípi af svefn­in­um. „Við þurf­um reglu­leg­an svefn. Ef við ætl­um að fara í rækt­ina klukk­an sex verðum við að fara þeim mun fyrr að sofa. Marg­ir falla í þann pytt að sofa of lítið á virk­um dög­um og ætla að bæta sér það upp með því að sofa mikið um helg­ar. Slíkt er bara ávís­un á svefn­vanda­mál.“

Meðalsvefnþörf full­orðinna er kring­um sjö og hálf klukku­stund. Al­mennt virðast kon­ur þurfa ör­lítið meiri svefn og eiga frek­ar við svefn­leysi að stríða en karl­ar. „Þar spila inn í streitu­vald­andi þætt­ir eins og meðganga, brjósta­gjöf, tíðir, tíðahvörf og horm­óna­breyt­ing­ar. Ekki má þó oftúlka niður­stöður rann­sókna því þær byggj­ast á meðal­töl­um, all­ar kon­ur sofa vita­skuld ekki meira en all­ir karl­ar. Auk þess er svefn­mynstrið svo­lítið mis­mun­andi, eldra fólk er oft meiri morg­un­han­ar en þeir yngri frek­ar nátt­hrafn­ar,“ seg­ir Erla, sem er al­gjör­lega ósam­mála fleyg­um orðum Marga­ret Thatcher um að svefn sé fyr­ir aum­ingja.

„Flest þekkj­um við sög­ur af fólki sem nær langt í líf­inu og stær­ir sig af að þurfa sára­lít­inn svefn. Fólk ætti frek­ar að vera stolt af ná full­um svefni. Frá­sagn­ir af lít­illi svefnþörf eru oft orðum aukn­ar. Þótt Winst­on Churchill svæfi lítið á nótt­unni var vitað að hann lagði sig eft­ir há­degi og sofnaði í tíma og ótíma. Raun­in er sú að afar fáir kom­ast af með fárra klukku­tíma svefn á sól­ar­hring.“

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi.
Erla hef­ur sér­hæft sig í hug­rænni at­ferl­is­meðferð við svefn­leysi.


Svefn­venj­ur land­ans eru hins veg­ar svo­lítið sér á parti. Í könn­un Lýðheilsu­stofn­un­ar fyr­ir nokkr­um árum kvaðst tæp­lega fjórðung­ur Íslend­inga sofa aðeins sex tíma eða skem­ur á sól­ar­hring.

Innri klukk­an og vegg­klukk­an

„Rann­sókn­ir hafa sýnt að Íslend­ing­ar fara um klukku­stund seinna að sofa en fólk í lönd­un­um í kring­um okk­ur, þótt vinnu­dag­ur­inn byrji á svipuðum tíma. Mig grun­ar að við séum á röng­um tíma. Eft­ir að hætt var að breyta klukk­unni tvisvar á ári, vor og haust, erum við föst í sum­ar­tíma, sem að mínu mati er skekkja miðað við stöðu lands­ins. Birt­an still­ir okk­ar innri klukku, ekki klukk­an á veggn­um. Öfgarn­ar – þetta mikla myrk­ur á vet­urna og birt­an all­an sól­ar­hring­inn á sumr­in, geta valdið svefntrufl­un­um. Marg­ir finna fyr­ir drunga og þreytu og eiga erfitt með að vakna í svart­asta skamm­deg­inu eða geta ekki sofnað í birt­unni á sumr­in,“ seg­ir Erla og lík­ir ástand­inu við krón­íska flugþreytu. Hún hefði ekk­ert á móti því að klukk­unni væri seinkað um klukku­tíma.

Könn­un frá í fyrra leiddi í ljós að nem­end­ur í 10. bekk sofa yf­ir­leitt ekki meira en sex tíma á virk­um dög­um. Erla seg­ir krakka á þess­um aldri þurfa níu til tíu tíma næt­ur­svefn. Hún skell­ir skuld­inni að hluta á nýj­ustu tæki og tól.

„Ung­ling­ar eru stöðugt í snjallsím­un­um sín­um, allt er svo spenn­andi og þeir vilja ekki missa af neinu. Eft­ir að þeir bjóða pabba og mömmu góða nótt fara þeir með sím­ana inn í her­bergið sitt und­ir því yf­ir­skyni að þeir séu vekj­ara­klukka. Síðan hanga þeir á sam­fé­lags­miðlum, net­inu eða í tölvu­leikj­um fram und­ir morg­un. Auk svefn­leys­is hef­ur viðvar­andi ljós­áreiti af þessu tagi hamlandi áhrif á melatón­ín­fram­leiðslu lík­am­ans. Bæði börn og full­orðnir þurfa frí frá þess­um áreit­um. Við þurf­um ekki að vera tengd um­heim­in­um all­an sól­ar­hring­inn.“

Of­neysla svefn­lyfja

Erlu finnst sér­stakt áhyggju­efni að Íslend­ing­ar taka marg­falt meira af svefn­lyfj­um en þekk­ist ann­ars staðar í heim­in­um. „Svefn­lyf virka í skamm­an tíma, um það bil fjór­ar vik­ur. Fólk er fljótt að mynda þol fyr­ir þess­um lyfj­um og þótt áhrif­in séu því bara sál­ræn get­ur það lent í víta­hring. Lang­tíma­notk­un er ekki aðeins til­gangs­laus held­ur líka skaðleg heils­unni,“ seg­ir Erla og nefn­ir slæm áhrif lyfj­anna á minni, hugs­un og jafn­vægi. „Þar af leiðandi eru þau sér­stak­lega slæm fyr­ir eldra fólk með til­liti til þess að detta og meiða sig, jafn­vel bein­brotna,“ bæt­ir hún við.

Helstu áhættuþætt­ir langvar­andi svefn­leys­is eru mikið álag og áhyggj­ur, streita, óreglu­leg­ar svefn­venj­ur, ýms­ar breyt­ing­ar í líf­inu, svo sem flutn­ing­ar, nýtt starf og barneign­ir. Og ekki síst lífs­stíll­inn. „Það get­ur verið svo ótal margt sem hrind­ir af stað svefn­vanda. Við drekk­um of mikið kaffi, erum of mikið í tölv­unni og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart í doktors­rann­sókn­inni seg­ist hún hafa upp­götvað að svefn­leysi og kæfis­vefn séu ná­tengd­ir sjúk­dóm­ar. Enn frem­ur að birt­ing­ar­mynd svefn­leys­is hjá kæfis­vefns­sjúk­ling­um sé mis­mun­andi og hafi ólík áhrif á lífs­gæði þeirra. „Þetta hljóm­ar kannski bara spenn­andi fyr­ir „svefnnörda“ eins og mig en get­ur haft mikla þýðingu í áfram­hald­andi rann­sókn­um. Ef okk­ur tekst að lækna svefn­leysi hjá kæfis­vefns­sjúk­ling­um verður von­andi auðveld­ara að meðhöndla kæfis­vefn­inn, sem er bæði al­geng­ur og van­greind­ur sjúk­dóm­ur,“ út­skýr­ir hún. Það er henn­ar draum­ur.

Rann­sókn­ir og hug­ræn at­ferl­is­meðferð

Erla Björns­dótt­ir fædd­ist í Reykja­vík árið 1982. Hún er gift Hálf­dani Steinþórs­syni og eiga þau fjóra syni.

Erla lauk BA-prófi í sál­fræði frá Há­skóla Íslands 2007, kandí­dats­prófi frá Há­skól­an­um í Árós­um 2009 og doktors­prófi í líf- og lækna­vís­ind­um frá HÍ 2015. Í doktors­námi sínu rann­sakaði hún svefn­leysi og and­lega líðan og lífs­gæði sjúk­linga með kæfis­vefn.

Erla hef­ur sér­hæft sig í hug­rænni at­ferl­is­meðferð við svefn­leysi og vinn­ur að rann­sókn­um á því sviði ásamt sam­starfs­mönn­um í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Hún hef­ur birt fjölda greina í er­lend­um ritrýnd­um tíma­rit­um og einnig skrifað um svefn á inn­lend­um vett­vangi.

Erla rek­ur eig­in stofu, Sál­fræðiráðgjöf­ina, vinn­ur sem nýdoktor í HÍ og að svefn­rann­sókn­um á Land­spít­al­an­um. Hún hef­ur um­sjón með vefsíðunni www.betrisvefn.is, þar sem hún er í beinu sam­bandi við not­end­ur síðunn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert