Einn af hverjum fimm frestar því að fara til tannlæknis

Í stól tannlæknis.
Í stól tannlæknis. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Þegar upp kem­ur sú staða að þurfa að fara til tann­lækn­is frest­ar fimmti hver full­orðinn Íslend­ing­ur því eða hætt­ir við að fara.

Þetta er al­geng­ast meðal fólks í lægsta tekju­hópn­um og þeirra sem eru með lík­am­lega fötl­un. Einnig er al­gengt að ungt fólk og ein­hleyp­ir fari ekki til tann­lækn­is eða fresti því þar til bet­ur stend­ur á.

Þetta kem­ur fram í rann­sókn­inni Heil­brigði og lífs­kjör Íslend­inga sem gerð var af Rún­ari Vil­hjálms­syni, pró­fess­or í fé­lags­fræði við hjúkr­un­ar­fræðideild HÍ, og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag. Rann­sókn­in var gerð fyr­ir rúmu ári en hef­ur ekki verið birt op­in­ber­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert