„Við verðum að stoppa þetta“

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðamönn­um fjölg­ar meira til hinna Norður­land­anna en Íslands vegna kostnaðar við ferðalög til Íslands en um 50 pró­sent ódýr­ara er að bóka ferðalag til Skot­lands en Íslands og ferðalög til Nor­egs eru um 40 pró­sent ódýr­ari.

Þetta kom fram í máli Ásbergs Jóns­son­ar, stofn­anda ferðaskrif­stof­unn­ar Nordic Visitor, sem sel­ur ferðir til Norður­land­anna, á neyðar­fundi sem Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar sem hófst klukk­an 17 Hót­el Sögu­vegna áforma stjórn­valda um að hækka virðis­auka­skatt á grein­ina.

Ásberg sagði að ferðamanna­straum­ur­inn væri stöðugt að aukast til hinna Norður­land­anna, en held­ur væri farið að hægja á fjölg­un ferðamanna hingað til lands út af sterku gengi ís­lensku krón­unn­ar. 

Gengju áform stjórn­valda eft­ir, að hækka ferðaþjón­ust­una úr 11 pró­sent virðis­auka­skattsþrepi upp í 22,5 pró­sent líkt og kynnt var í gær, yrði ferðaþjón­ust­an á Íslandi í næst­hæsta virðis­auka­skattþrepi heims á eft­ir Dön­um þar sem ferðaþjón­ust­an félli und­ir 25 pró­senta virðis­auka­skattþrepið.

„Þetta er galið og við verðum að stoppa þetta,“ sagði Ásberg og bætti við að Ísland væri með skatta­hækk­un­un­um að skjóta sig í báðar fæt­ur. Hann sagði ferðaþjón­ust­una hafa skapað mörg góð störf á lands­byggðinni, og þá ekki síst fyr­ir kon­ur sem hefðu átt erfiðara með að finna sér góð störf út á landi en karl­ar. 

Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor.
Ásberg Jóns­son, stofn­andi Nordic Visitor. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert