Á gönguskíðum yfir Sprengisand

Sigurður og Tómas fengu sér bita norðvestan við Krossahnjúka í …
Sigurður og Tómas fengu sér bita norðvestan við Krossahnjúka í dag. Ljósmynd/Facebook

Ævin­týrakapp­arn­ir Sig­urður Ragn­ars­son og Tóm­as Eld­járn Vil­hjálms­son lögðu ný­verið af stað í göngu­skíðaferð yfir Sprengisand. „Það geng­ur bara vel hjá þeim,“ seg­ir Ilm­ur, kær­asta Tóm­as­ar, í sam­tali við mbl.is, en sjálf­ir eru þeir í stop­ulu síma­sam­bandi. Fé­lag­arn­ir hófu för sína hinn 28. mars og stefna að því að vera komn­ir aft­ur til byggða 6. apríl.

Ilm­ur kveðst ekki hafa nokkr­ar áhyggj­ur af þeim fé­lög­um enda séu þeir vel út bún­ir, þaul­van­ir úti­vist og fjalla­mennsku og láti reglu­lega vita af sér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kapp­arn­ir tak­ast á við nýtt æv­in­týri en þeir tóku til að mynda þátt í keppn­inni Mon­g­ol Rally fyr­ir tveim­ur árum þar sem þeir, ást­amt fleiri fé­lög­um sín­um,  ferðuðust af eig­in ramm­leik frá Bretlandi til Mong­ól­íu.

Lagt var af stað í leiðang­ur­inn frá Eyjaf­irði og í Lauga­fell, þaðan í Nýja­dal og þaðan farið niður í Jök­ul­heima. Frá Jök­ul­heim­um hyggj­ast þeir ganga niður í Land­manna­laug­ar og þaðan í Hraun­eyj­ar. Þangað verða þeir sótt­ir og ekið í bæ­inn.

Hér eru þeir Sigurður og Tómas á Breiðamerkurjökli með Fjölvinsfjöll …
Hér eru þeir Sig­urður og Tóm­as á Breiðamerk­ur­jökli með Fjölvins­fjöll í bak­grunn pásk­ana 2015. Ljós­mynd/​Face­book

Tóm­as og Sig­urður flugu sem fyrr seg­ir norður á Ak­ur­eyri 28. mars og lögðu af stað rétt fyr­ir há­degi þann dag. Þeim var skutlað inn Eyja­fjörðinn eins langt og unnt var en drógu þá fram skíðin og héldu af stað. Flest­ar næt­ur munu þeir Tóm­as og Sig­urður hafst við í tjaldi en þeir hafa þó tvær næt­ur til þessa dvalið í skála yfir nótt, öðrum í Lauga­felli og hinum í Nýja­dal.

Reglu­lega eru færðar frétt­ir af gangi ferðar­inn­ar á Face­book-síðu þeirra Sigga og Tomma en í dag tóku þeir til að mynda matarpásu norðvest­an við Kross­hnjúka þar sem meðfylgj­andi mynd var tek­in. Í gær gengu þeir hvorki meira né minna en 41 kíló­metra frá Lauga­felli í Nýja­dal og hef­ur veðrið verið upp og ofan á leiðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert