Talsverður fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan ráðhús Reykjanesbæjar í kvöld til þess að mótmæla ástandi mengunarmála hjá United Silicon í Helguvík. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu vegna mengunarmála fyrirtækisins.
Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í dag liggur fyrir að fyrri mælingar á mengun í nágrenni verksmiðjunnar séu í engu samhengi við raunverulega losun frá henni. Beðið er eftir niðurstöðum frá rannsóknarstofu í Svíþjóð sem vænta má á næstunni.