Nýr Landspítali byggður 2018-2022

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýr Land­spít­ali verður byggður á tíma­bil­inu 2018-2022, sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem lögð verður fram í dag. Biðlist­ar verða stytt­ir. Nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi sjúk­linga tek­ur gildi og kostnaður sjúk­linga lækk­ar.

Fjár­mála­áætl­un­in sýn­ir for­gangs­röð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Stærstu út­gjaldaliðirn­ir eru heil­brigðis- og vel­ferðar­mál og er gert ráð fyr­ir að upp­safnaður raun­vöxt­ur út­gjalda til heil­brigðismála á tíma­bil­inu verði 22% og 13% til vel­ferðar­mála.

Greiðslur for­eldra í fæðing­ar­or­lofi verða hækkaðar. Frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara verða hækkaðar í skref­um. Bóta­kerfi ör­yrkja verður end­ur­skoðað, út­gjöld auk­in og aðstoð við at­vinnu­leit sömu­leiðis. Stig­in verða mark­viss skref til að leysa hús­næðis­vand­ann og not­end­a­stýrð per­sónu­leg aðstoð lög­fest. Unnið verður gegn fá­tækt barna.

Þá eru í áætl­un­inni sett fram mark­mið og stefn­ur í 34 mál­efna­sviðum og 101 mála­flokki, seg­ir í til­kynn­ingu á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins en síðar í dag mun vænt­an­lega liggja fyr­ir nán­ari út­list­un á áætl­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert