Þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum

TF-LÍF á Reykjavíkurflugvelli. Kaupa á þrjár nýjar þyrlur á næstu …
TF-LÍF á Reykjavíkurflugvelli. Kaupa á þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á næstu fimm árum er fyr­ir­hugað að ráðast í kaup á þrem­ur þyrl­um fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una, klára Dýra­fjarðargöng og taka nýj­an Herjólf í gagnið. Þá á að auka fjár­fest­ingu í vega­kerfið og viðhald vega og ljúka ljós­leiðara­væðingu lands­ins. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í fjár­mála­áætl­un rík­is­ins til næstu fimm ára sem kynnt var í morg­un.

Stofn­fram­lög fyr­ir leigu­íbúðir

Þá er stefnt að því að byggja nýtt framtíðar­hús­næði fyr­ir stjórn­ar­ráðið sem muni lækka rekstr­ar­kostnað rík­is­ins til lengri tíma. Leggja á fram stofn­fram­lög til bygg­ing­ar al­mennra leigu­íbúða til að mæta vax­andi hús­næðisþörf.

Í fyrri frétt mbl.is kom fram að gert væri ráð fyr­ir að upp­safnaður raun­vöxt­ur út­gjalda til heil­brigðismála á tíma­bil­inu verði 22% og 13% til vel­ferðar­mála. Þá á að hækka greiðslur for­eldra í fæðing­ar­or­lofi. Frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara verður hækkað í skref­um og bóta­kerfi ör­yrkja verður end­ur­skoðað, út­gjöld auk­in og aðstoð við at­vinnu­leit sömu­leiðis.

Þá á einnig að halda áfram að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs og gera breyt­ing­ar á skatta­kerf­inu, meðal ann­ars að mest öll ferðaþjón­usta fær­ist í hærra skattþrep og að al­menna skattþrepið lækki úr 24% í 22,5%.

Útköll­um björg­un­arþyrla fjölgað um 80%

Í grein­ar­gerð fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar kem­ur fram að út­köll­um björg­un­arþyrla vegna inn­lendra og er­lendra ferðamanna í vand­ræðum hafi fjölgað mikið á und­an­förn­um árum eða ríf­lega 80% milli ár­anna 2008 og 2016. Þessi aukn­ing hafi áhrif á rekst­ur gæsl­unn­ar og tví­sýnt sé hvort hægt sé að halda uppi nauðsyn­legri þjón­ustu þar sem áhafn­ir séu ekki nægi­lega marg­ar til að bregðast við þessu ástandi.

Þá er bent á að ekk­ert út­kalls­hæft skip hafi verið til reiðu 165 daga árið 2016. Í dag séu gerð út skip­in Þór og Týr sem séu með tvær áhafn­ir hvort. Ægir er aft­ur á móti ekki haf­fær. Það hef­ur því tekið varðskip allt að 48 klukku­stund­ir að kom­ast á vett­vang slysa eða óhappa inn­an efna­hagslög­sög­unn­ar.

Kostnaður við að bæta við áhöfn er áætlaður um 330 millj­ón­ir en til að halda skipi í fullri nýt­ingu þarf tvær áhafn­ir. Til þess að stytta viðbragðstíma niður í 24 klukku­stund­ir þarf að fjölga skip­um í notk­un og áhöfn­um en ekki er svig­rúm til þess í fjár­mála­áætl­un 2018–2022.

Fjár­mála­áætl­un 2018-2023 í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert