Fylgi Pírata dregst saman

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er sem fyrr með mest fylgi stjórn­mála­flokka á Íslandi, ef marka má niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Gallups, rúm­lega 29% fylgi sem er það sama og flokk­ur­inn fékk í þing­kosn­ing­un­um í októ­ber. Litl­ar breyt­ing­ar eru á fylgi flokk­anna frá því fyr­ir mánuði en helsta breyt­ing­in er að fylgi Pírata minnk­ar um tvö pró­sentu­stig.

Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð er eins og í síðustu könn­un­um með næst­mest fylgi. Flokk­ur­inn mæl­ist nú með 25% fylgi en hlaut 15,9% í kosn­ing­un­um. Tæp­lega 11% myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn nú miðað við 11,5% í kosn­ing­un­um. Pírat­ar eru með 10% fylgi en fengu 14,5% í kosn­ing­un­um. Þeir mæld­ust með 12% í síðustu könn­un Gallup.

Sam­fylk­ing­in nýt­ur stuðnings 8% kjós­enda sem er svipað og síðast. Björt framtíð er með 6% fylgi og sama á við um Viðreisn. Þetta er svipað og í síðustu könn­un en Björt framtíð fékk hins veg­ar 7,2% í kosn­ing­un­um í októ­ber og Viðreisn 10,5%. Þrjú pró­sent myndu kjósa Flokk fólks­ins nú og um eitt pró­sent Dög­un.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist 41% sem er sama og síðast. Rík­is­út­varpið grein­ir frá þessu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert