Vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital Management Group, sem nú er skráður fyrir 6,6% hlut í Arion banka, greiddi í september á síðasta ári jafnvirði um 47 milljarða króna í sekt eftir að verðbréfaeftirlitið í Bandaríkjunum varpaði ljósi á mútugreiðslur dótturfélags sjóðsins til hátt settra embættismanna í fimm ríkjum Afríku.
Sektirnar eru sagðar þær hæstu sem vogunarsjóður hefur greitt vegna mútumáls í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Sunnudagsmogganum og leiðara Morgunblaðsins í dag.
„Það er óhætt að fullyrða að fréttir af þessu máli skipta máli við matið. En við þurfum að afla okkur nánari upplýsinga um þetta tiltekna mál til að geta tekið afstöðu til þess hvaða áhrif það hefur,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, í umfjöllun blaðsins um Och-Ziff vogunarsjóðinn.