Íbúðabyggð verði í Geldinganesi

Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur munu á næsta borgarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn, flytja tillögu um að hafist verði handa við að skipuleggja byggð í Geldinganesi.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flytur tillöguna fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Reykjavíkurborg á land í Geldingarnesi og hefur því öll tök á því að geta úthlutað lóðum þar á viðráðanlegu verði þannig að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Við verðum að bregðast við þessu ástandi og það strax,“ segir Marta. Í tillögunni er lagt til að við skipulagningu íbúðabyggðar á Geldinganesi verði tekið mið af fyrri skipulagshugmyndum. Er þar átt við niðurstöðu skipulagssamkeppni sem Reykjavíkurborg efndi til en úrslit hennar voru tilkynnt í apríl árið 1990. Alls bárust 30 tillögur í samkeppnina, og voru þrjár verðlaunaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert