Lambakjöt verði kolefnisjafnað

Ljúffengt lambakjöt borið á borð.
Ljúffengt lambakjöt borið á borð. mbl.is/Árni Sæberg

Aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda lauk í gær og var samþykkt stefna til ársins 2027. Í henni kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að kolefnisjafna alla greinina eins fljótt og auðið er.

Samtökin samþykktu einnig sérstaka neytendastefnu sem kveður á um að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar hvar sem þeir kaupa matvörur, hvort sem er í verslunum, á veitingastöðum eða í mötuneytum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Landssamtök sauðfjárbænda setja sér neytendastefnu og er hún undir yfirskriftinni „Okkar afurð – okkar mál“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert