Dagur: Mér finnst þetta ódýrt

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þéttingu byggðar fremur en útþenslu …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þéttingu byggðar fremur en útþenslu vera lausnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst þetta ódýrt. Hann er ný­far­inn af stað með rík­is­stjórn sem gleymdi hús­næðismál­um í stjórn­arsátt­mál­an­um,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í Silfr­inu á RÚV í morg­un þegar hann var spurður út í um­mæli for­sæt­is­ráðherra um að Reykja­vík­ur­borg þurfi að gyrða sig í brók.

Frétt mbl.is: Reykja­vík verði að gyrða sig í brók
 
„Bjarni er úr Garðabæ þar sem heild­ar­fjöldi íbúða er um 5.300 og við erum að skipu­leggja einn Garðabæ. Frá 2015 til 2020 sjá­um við fyr­ir okk­ur að um 7.000 íbúðir fari í upp­bygg­inu, það er eins og Garðabær og Seltjarn­ar­nes til sam­ans. Við erum með sér­staka áherslu á sam­vinnu við uppp­bygg­ing­araðila sem eru ekki að byggja í hagnaðarskyni,“ sagði Dag­ur. „Markaður­inn mun ekki leysa þetta, alla veg­ana ekki fyr­ir alla.“

Vand­inn dýpri en lóðaskort­ur

Dag­ur talaði um að áhersl­an væri á þétt­ingu byggðar í stað þess að þenja borg­ar­mörk­in til að falla ekki í gildru sem aðrar borg­ir hafa fallið í. 

„Við erum að dreifa reit­un­um þannig að um­ferðin dreif­ist, það verði minni meng­un, að skóla­kerfið gangi upp. Við erum að reikna út bestu leiðirn­ar til að þróa Reykja­vík. Ef við höld­um áfram að þróa út á við þá föll­um við í sömu gildru og svo marg­ar borg­ir.“

Hafa beðið eft­ir rík­inu

Hann sagði að vanda­málið væri flókn­ara en svo að lóðaskort­ur væri eina rót­in. 

„Ef við setj­um all­ar þess­ar lóðir á markaðinn og markaður­inn ræður verðinu þá myndu all­ir aðilar reyna að ná í hæsta verð. Það þarf að vera með fé­lags­leg­ar og rót­tæk­ar áhersl­ur í hún­sæðismál­um til að það verði hús­næði fyr­ir alla,“ sagði Dag­ur og endaði þátt­inn á því að til­taka það sem ríkið get­ur gert til að leysa hús­næðis­vand­ann. 

„Við höf­um beðið í fjög­ur ár eft­ir að ríkið leggi fram lóðir á besta stað í bæn­um. Land­helg­is­gæslureit­ur­inn, Stýri­manna­skólareit­ur­inn, Veður­stof­ur­hæðin. Ég segi við Bjarna Bene­dikts­son, af hverju för­um við ekki sam­an í að þróa þessa reiti? Við erum til, þarna er hægt að bæta 800 íbúðum hratt við þær áætlan­ir sem fyr­ir eru. Í öðru lagi þarf að hækka hús­næðis­bæt­ur og í þriðja lagi þarf að skoða endureisn kaup­leigu­kerf­is­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert