Ríkið kaupi hlutinn í Arion banka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sé horft til nýj­asta upp­gjörs Ari­on banka er ljóst að 30% hlut­ur í bank­an­um var seld­ur á lægra verði á dög­un­um en sem nem­ur 80% af eig­in fé hans. Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lögu þriggja þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins þar sem kallað er eft­ir því að Alþingi feli fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­ins að nýta for­kaups­rétt sem ríkið hef­ur sam­kvæmt lög­um ef hlut­ur í Ari­on banka er seld­ur á lægra verði en 80% af eig­in fé.

Rifjað er upp í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, sem lögð er fram af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, Gunn­ari Braga Sveins­syni og Elsu Láru Arn­ar­dótt­ur, að sem varúðarráðstöf­un hafi verið sett ákvæði í lög þess efn­is að ef hlut­ur í Ari­on banka yrði seld­ur á lægra verði en sem næmi 80% af eig­in fé bank­ans gæti ríkið neytt for­kaups­rétt­ar. Þá hefði ríkið enn­frem­ur fengið heim­ild til þess að yf­ir­taka bank­ann ef hann yrði ekki seld­ur fyr­ir mitt ár 2018.

Kaup­verðið lágt með til­liti til stöðu bank­ans

„Nú hef­ur Kaupþing ákveðið að selja stærstu eig­end­um sín­um hátt í þriðjungs hlut í bank­an­um fyr­ir um 80% af verðmæti hluta­fjár bank­ans sam­kvæmt milliupp­gjöri þriðja árs­fjórðungs 2016. Með hliðsjón af hagnaði bank­ans und­an­far­in ár, um­tals­verðu eig­in fé um­fram lög­bund­in mörk og þeirri staðreynd að um er að ræða banka sem sam­an­sett­ur var úr betri eign­um Kaupþings banka hlýt­ur verð sem er lægra en nem­ur eig­in fé að telj­ast lágt.“

Enn­frem­ur er bent á að 30% hlut­ur­inn hafi verið keypt­ur á lægsta mögu­lega verði fyr­ir ofan það verð sem virkjaði for­kaups­rétt rík­is­ins miðað við milliupp­gjöri þriðja árs­fjórðungs 2016. Draga megi þá álykt­un af því að til­gang­ur­inn með söl­unni hafi ann­ars veg­ar verið sá að koma í veg fyr­ir að ríkið fengi eðli­lega hlut­deild í raun­veru­legu verðmæti bank­ans og hins veg­ar að hindra að ríkið gæti leyst til sín bank­ann á næsta ári.

Eðli­legt að litið sé til síðasta upp­gjörs bank­ans

„Sé hins veg­ar litið til nýj­asta upp­gjörs Ari­on banka, árs­lo­ka­upp­gjörs fyr­ir árið 2016, fer verð hlut­ar­ins sem um ræðir und­ir 80% af eig­in fé. Þar sem eðli­legt hlýt­ur að telj­ast að litið sé til síðasta upp­gjörs eða árs­upp­gjörs (árs­reikn­ings) verður ekki annað séð en að ríkið hafi heim­ild til að ganga inn í kaup­in og leysa til sín hlut­inn. At­hygli er vak­in á því að vegna skuld­ar slita­bús Ari­on banka við ríkið og stöðug­leika­skil­yrðanna þarf rík­is­sjóður ekki að leggja út kaup­verðið.“

Flutn­ings­menn segja að í ljósi þessa sé lagt til að fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­valds­ins verði falið að neyta for­kaups­rétt­ar rík­is­ins að um­rædd­um 30% hlut í Ari­on banka. Kaup­end­ur hlut­ar­ins voru banda­rísk­ir og bresk­ir vog­un­ar­sjóðir auk banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Goldm­an Sachs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert