Krefjast skýrslu um þolmörk í ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­flokk­ur Vinstri grænna hef­ur lagt fram beiðni á Alþingi til Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar, um að flytja Alþingi skýrslu um þol­mörk í ferðaþjón­ustu. 

Í skýrsl­unni skuli meðal ann­ars fjallað um þró­un­ar­horf­ur með til­liti til um­fangs ferðaþjón­ust­unn­ar og fjölda ferðamanna, hug­takið þol­mörk í sam­hengi við viðmiðanir um sjálf­bærni og sjálf­bærni­mark­mið ferðaþjón­ust­unn­ar, helstu álags­staði og teg­und­ir álags á um­hverfi, sam­fé­lag, innviði og upp­lif­un og um helstu áhrif og af­leiðing­ar vaxt­ar ferðaþjón­ust­unn­ar á at­vinnu- og efna­hags­mál.

Þá fjalli skýrsl­an einnig um mögu­leg­ar leiðir og aðferðir til að stýra fjölda, aðgengi og dreif­ingu ferðamanna og fýsi­leika þess að gerð verði áætl­un á landsvísu; land­nýt­ingaráætl­un, um þróun ferðaþjón­ustu og ferðamennsku á landsvísu með til­liti til þol­marka og sjón­ar­miða um sjálf­bæra ferðaþjón­ustu. 

Í greina­gerð sem fylg­ir beiðni þing­manna VG seg­ir að ekki þurfi að orðlengja um það hve mjög ferðamönn­um hef­ur fjölgað hér á landi á und­an­förn­um árum. Ætla megi að vitn­eskja liggi fyr­ir um hagræn áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar og þýðingu henn­ar fyr­ir hag­kerfið en hið sama sé ekki hægt að segja um áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar á nátt­úru lands­ins að mati VG.

„Skýt­ur þar all­veru­lega skökku við þar sem eng­inn vafi leik­ur á því að ís­lensk nátt­úra er megin­á­stæða fyr­ir hingaðkomu flestra hinna er­lendu ferðamanna sem sækja landið heim,“ seg­ir m.a. í greina­gerðinni. Mik­il­vægt sé því að Alþingi leggi skýr­ar lín­ur um framtíð ferðaþjón­ust­unn­ar og þær bygg­ist á bestu mögu­legu gögn­um og rann­sókn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert