Misvísandi skilaboð ráðamanna

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð hef­ur borið á mis­vís­andi skila­boðum frá full­trú­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stjórn­ar­meiri­hlut­ans á Alþingi að und­an­förnu í tengsl­um við lyk­il­mál eins og pen­inga­stefnu Íslands og stöðu lands­ins á alþjóðavett­vangi. 

Frétt mbl.is: Óbreytt ástand „ófor­svar­an­legt“

Þannig lét Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra hafa eft­ir sér í er­lend­um fjöl­miðlum um helg­ina, þar á meðal breska viðskipta­blaðinu Fin­ancial Times, að til skoðunar væri að festa gengi krón­unn­ar við aðra gjald­miðla. Þá mögu­lega evr­una eða pundið. Sagði hann gengisteng­ingu við evr­una það eina rök­rétta í stöðunni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra brást við þess­um um­mæl­um Bene­dikts í viðtali við Bloom­berg-frétta­veit­una þar sem hann sagði ekki standa til að festa gengi krón­unn­ar við ann­an gjald­miðil. Vinna pen­inga­stefnu­nefnd­ar sem skipuð hefði verið byggðist á því að krón­an yrði enn frem­ur framtíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Stend­ur ekki til að festa gengið

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði hins veg­ar aðspurð í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 á þriðju­dag­inn að það þyrfti „að fara að taka út krón­una“ og koma á stöðugri pen­inga­mála­stefnu. En það er ekki aðeins í pen­inga­mál­um sem komið hafa mis­vís­andi skila­boð frá ráðamönn­um lands­ins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/​Eggert

Þannig sagði Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við banda­ríska dag­blaðið Washingt­on Times í fe­brú­ar að aðild Íslands að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) og EES-samn­ingn­um dugði ekki til þess að tryggja hags­muni Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

Frétt mbl.is: Seg­ir EES ekki duga leng­ur

Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gerði um­mæli Jónu Sól­veig­ar að um­tals­efni á Alþingi í kjöl­farið og benti á að um­mæli henn­ar sem for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þings­ins gætu sent röng skila­boð um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um. Ekki síst til sam­starfsþjóða í EFTA.

Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lilja spurði Guðlaug Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hvort hann væri sam­mála um­mæl­um Jónu Sól­veig­ar og svaraði hann því til að ef rétt væri eft­ir henni haft væri hann það ekki. 

Frétt mbl.is: Hafa mál­frelsi í Evr­ópu­mál­um

Málið var aft­ur rætt á Alþingi skömmu síðar að frum­kvæði Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manns VG, sem spurði Jónu Sól­veigu út í það en hún svaraði því til að þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans hefðu mál­frelsi í Evr­ópu­mál­um.

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðars­son ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert