Stendur ekki til að festa gengið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru engar töfralausnir sem draga úr gengissveiflum og viðhalda stöðugleika,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í samtali við Bloomberg-fréttaveituna þar sem hann er inntur eftir viðbrögðum við ummælum Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra þess efnis að til skoðunar sé að festa gengi krónunnar við annan gjaldmiðil. Til að mynda evruna eða pundið. Bjarni segir að ólíkar leiðir í peningamálum þýði að glíma þurfi við ólíkar áskoranir.

Frétt mbl.is: Óbreytt ástand „óforsvaranlegt“

Benedikt lét ummælin upphaflega falla í viðtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Benedikt segir við Reuters-fréttaveituna að skoðað verði að tengja gengi krónunnar við evru, Bandaríkjadal eða pundið en evran sé þó eini raunhæfi kosturinn.

Bjarni bendir á í samtali við Bloomberg að peningastefnunefnd sé að störfum og að grundvöllur þeirrar vinnu sé að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands. Rifjaði hann upp að krónan hefði gegnt lykilhlutverki í endurreisn Íslands í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert