Á gjörgæslu eftir hnífstunguárás

Maðurinn er nú á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn …
Maðurinn er nú á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn með hnífi á veitingastað á Smáratorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður var stunginn með hnífi á veitingastað á Smáratorgi um hálfáttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi voru meiðsl mannsins töluvert alvarleg og er hann nú á gjörgæslu.

Árásarmaðurinn fór af vettvangi eftir árásina, en var handtekinn af lögreglu skömmu síðar ásamt öðrum manni sem einnig er talinn tengjast málinu. Þeir eru nú vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir á morgun vegna rannsóknar málsins.

Ekki liggur fyrir hvort margir aðrir voru á staðnum þegar árásin átti sér stað.

Mennirnir eru allir á fertugsaldri að sögn lögreglu, sem gefur ekki upp hvort þeir hafi komið við sögu hjá sér áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert