„Gæti verið rothögg fyrir íslenska ferðaþjónustu“

Daníel Jakobsson fyrir framan Hótel Ísafjörð.
Daníel Jakobsson fyrir framan Hótel Ísafjörð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði, segir afar erfitt fyrir hótel á Íslandi að hækka verðlag til að mæta fyrirhugaðri aðgerð ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á greinina.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að viðskiptavinir þeirra hugsi hótelherbergi í erlendum gjaldmiðlum, styrking krónunnar geri þannig erfitt fyrir að hækka verðlag.

„Það er ekkert hægt að koma þessu öllu út í verðlagið, við erum í samkeppni við önnur lönd. Hótelherbergi er í augum viðskiptavinarins í evrum. Þrjátíu prósent hækkun í evrum er alltof mikið og við náum því aldrei út í verðlagið,“ segir Daníel. Hann bætir jafnframt við að hækkunin sé gríðarlega mikil og á erfiðum tíma.

Daníel Jakobsson gagnrýnir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna.
Daníel Jakobsson gagnrýnir hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. mbl.is/Brynjar Gauti
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert