Gagnrýna söluna

Vogabyggð 1. Hugmynd að útliti hinnar nýju byggðar á Gelgjutanga. …
Vogabyggð 1. Hugmynd að útliti hinnar nýju byggðar á Gelgjutanga. Undirbúningur framkvæmda er hafinn.

Reykja­vík­ur­borg seldi fast­eigna­fé­lag­inu Festi aðra af tveim­ur lóðum sem komu í henn­ar hlut við deili­skipu­lagn­ingu íbúðahverf­is á Gelgju­tanga, í svo­kallaðri Voga­byggð 1. Guðfinna Jó­hanna Guðmunds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, gagn­rýn­ir að það skuli hafa verið gert án útboðs.

Sér­stök umræða verður um þetta mál á fundi borg­ar­stjórn­ar á morg­un, að ósk full­trúa minni­hlut­ans. Samn­ing­arn­ir við Festi voru samþykkt­ir sam­hljóða í borg­ar­ráði.

Lóðin var seld Festi á tæp­ar 326 millj­ón­ir kr. og var verðið sagt grund­vallað á mati tveggja lög­giltra fast­eigna­sala. Ekki feng­ust skýr­ing­ar, þegar eft­ir því var leitað í gær hjá æðstu póli­tísku emb­ætt­is­mönn­um borg­ar­inn­ar, á því hvers vegna fleiri hefði ekki verið gef­inn kost­ur á að bjóða í lóðina. Þar mun hafa ráðið það sjón­ar­mið að heild­stæð upp­bygg­ing hverf­is­ins væri kost­ur og að markaðsverð hefði feng­ist fyr­ir eign­ina, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert