Gagnrýna söluna

Vogabyggð 1. Hugmynd að útliti hinnar nýju byggðar á Gelgjutanga. …
Vogabyggð 1. Hugmynd að útliti hinnar nýju byggðar á Gelgjutanga. Undirbúningur framkvæmda er hafinn.

Reykjavíkurborg seldi fasteignafélaginu Festi aðra af tveimur lóðum sem komu í hennar hlut við deiliskipulagningu íbúðahverfis á Gelgjutanga, í svokallaðri Vogabyggð 1. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, gagnrýnir að það skuli hafa verið gert án útboðs.

Sérstök umræða verður um þetta mál á fundi borgarstjórnar á morgun, að ósk fulltrúa minnihlutans. Samningarnir við Festi voru samþykktir samhljóða í borgarráði.

Lóðin var seld Festi á tæpar 326 milljónir kr. og var verðið sagt grundvallað á mati tveggja löggiltra fasteignasala. Ekki fengust skýringar, þegar eftir því var leitað í gær hjá æðstu pólitísku embættismönnum borgarinnar, á því hvers vegna fleiri hefði ekki verið gefinn kostur á að bjóða í lóðina. Þar mun hafa ráðið það sjónarmið að heildstæð uppbygging hverfisins væri kostur og að markaðsverð hefði fengist fyrir eignina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert