6.250 íbúðir byggðar á næstu 5 árum

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnir húsnæðisáætlunina.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnir húsnæðisáætlunina. mbl.is/Árni Sæberg

Bygg­ing­ar­svæði fyr­ir yfir 2.500 íbúðir eru kom­in á fram­kvæmda­stig í borg­inni og fjölg­ar þeim hratt. Bygg­ing­ar­svæði fyr­ir yfir 2.500 íbúðir að auki liggja fyr­ir í staðfestu skipu­lagi. Þetta kem­ur fram í drög­um að hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar sem voru kynnt á fjöl­miðlafundi í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

„Þessi hús­næðismark­mið eru rót­tæk, fé­lags­lega þenkj­andi og stór­huga,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri á fund­in­um. „Það þarf að byggja gríðarlega mikið.“

Í áætl­un­inni kem­ur fram að um 4.000  íbúðir séu í form­legu skipu­lags­ferli, auk þess sem svæði fyr­ir tæp­lega 10 þúsund íbúðir eru í þróun.

Lögð verður áhersla á að auka fram­boð lít­illa og meðal­stórra íbúða.

Borg­in legg­ur sam­an­lagt fram 59 millj­arða til fjár­fest­inga, hús­næðisstuðnings og sér­stakra bú­setu­úr­ræða næstu fimm ár.

Megin­áhersla í hús­næðisáætl­un borg­ar­inn­ar er á sam­starf við bygg­ing­ar­fé­lög sem reisa íbúðir án hagnaðarsjón­ar­miða. Alls eru um 3.700 staðfest áform um íbúðir, fyr­ir stúd­enta, eldri borg­ara, fjöl­skyld­ur með lægri og milli­tekj­ur, og bú­setu.

Fé­lags­lega blönduð hverfi

Á öll­um nýj­um þró­un­ar­svæðum hef­ur verið samið um að hlut­fall leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búða á hverju upp­bygg­ing­ar­svæði verði 20-25%. Jafn­framt hef­ur verið samið um að Fé­lags­bú­staðir hafi kauprétt að um 5% af öll­um nýj­um íbúðum. Hvort tveggja til að tryggja fé­lags­lega blönd­un um alla borg. 

Dag­ur sagði mik­il­vægt að tryggja að borg­in yrði ekki með of­ur­dýr­um hverf­um bara fyr­ir fólk með mikla pen­inga á milli hand­anna. Öll hverfi yrðu fé­lags­lega blönduð. „Það er lær­dóm­ur sög­unn­ar að það býr til áhuga­verðari og betri borg fyr­ir alla.“

Reykja­vík­ur­borg hef­ur end­ur­skoðað mark­mið aðal­skipu­lags um að 700 íbúðir bygg­ist á hverju ári.

Hið nýja mark­mið er að 1.250 íbúðir fari í smíði á hverju ári, næstu fimm ár, til að mæta ár­legri upp­bygg­ing­arþörf, upp­safnaðri þörf vegna hægr­ar upp­bygg­ing­ar eft­ir hrun og nýrri þörf vegna vaxt­ar ferðaþjón­ustu. 

Sam­kvæmt áætl­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar er stefnt að því að haf­in verði upp­bygg­ing á um 7.000 nýj­um íbúðum fram til árs­loka 2020. Þar af er gert ráð fyr­ir vel yfir 3.000 íbúðum á veg­um leigu- og húsæðis­fé­laga.

Borg­in stefn­ir á að form­leg og samþykkt hús­næðisáætl­un verði til­bú­in í maí, að lok­inni umræðu um hana í borg­ar­stjórn.  

Hús­næðisáætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert