Fyrst og fremst brot á mannasiðum

Fréttin vakti mikla athygli í gær. Hér má sjá mynd …
Fréttin vakti mikla athygli í gær. Hér má sjá mynd sem bóndinn í Fljótsdal tók af ferðamanninum. Ljósmynd/Þorkell Daníel Eiríksson

„Þetta er nátt­úr­lega fyrst og fremst brot á al­menn­um mannasiðum,“ seg­ir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi, um gjörðir er­lends ferðamanns sem gekk örna sinna við póst­kassa bæj­ar­ins Fljóts­dals í Fljóts­hlíð í gær.

Aðspurður hvort það sem maður­inn gerði sé brot á lög­um eða regl­um seg­ir Odd­ur að lík­lega megi túlka gjörðir hans sem brot á 17. grein laga um nátt­úru­vernd þar sem seg­ir m.a. að á ferð sinni um landið skuli menn sýna land­eig­anda og öðrum rétt­höf­um fulla til­lits­semi og fylgja leiðbein­ing­um þeirra og fyr­ir­mæl­um varðandi ferð og um­gengni um landið. Þá seg­ir jafn­framt að það sé skylt að gæta fyllsta hrein­læt­is og skilja ekki eft­ir sorp eða úr­gang á án­ing­arstað eða tjaldstað. 

Odd­ur seg­ir mál eins og greint var frá í gær ekki koma oft á borð lög­regl­unn­ar. „Ég hef heyrt af svona dæm­um en það er alls ekki oft. Það er alla vega afar sjald­gæft að það komi á borð lög­reglu,“ seg­ir Odd­ur.

Tak­markað fjár­magn bitn­ar oft á sal­ern­is­mál­um

Lilja Ein­ars­dótt­ir, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Rangárþings eystra, seg­ir málið mjög leiðin­legt. Hún bend­ir á að sveit­ar­fé­lög hafi tak­markaða fjár­muni til þess að byggja upp innviði ferðaþjón­ust­unn­ar og oft bitn­ar það á sal­ern­is­mál­um án þess að það rétt­læti gjörðir ferðamanns­ins.

„Við þekkj­um öll vel hina gríðarlegu fjölg­un ferðamanna hér á landi og sveit­ar­fé­lög­in hafa alls ekki við að byggja upp innviði sína.  Því miður eru ekki mikl­ir fjár­mun­ir í boði og það er gríðarleg­ur kostnaður sem lend­ir á sveit­ar­fé­lög­um,“ seg­ir Lilja í sam­tali við mbl.is. 

Sveit­ar­fé­lagið sinn­ir sal­ern­is­mál­um við Selja­lands­foss og Skóg­ar­foss sem dæmi og er mik­il þörf á að bæta aðstöðuna þar, sem stend­ur til, en skipu­lag á svæðunum báðum er í ferli. „En þetta at­vik ger­ist nátt­úr­lega bara heima í tún­fæti í Fljóts­hlíðinni þannig þetta er ekki op­in­ber ferðamannastaður. En þetta er auðvitað mjög leiðin­legt þrátt fyr­ir það.“

Fólk gist­ir í veg­könt­um með til­heyr­andi úr­gangi

Lilja seg­ist ekki endi­lega hafa orðið vör við að marg­ir séu að ganga örna sinna í nátt­úru sveit­ar­fé­lags­ins en seg­ir það ger­ast reglu­lega að fólk leggi bíl­um í veg­könt­um og víðar til að gista og ef­laust með til­heyr­andi úr­gangi.

„Við þurf­um meira fjár­magn með aðkomu fram­kvæmda­sjóðs ferðamannastaða til að byggja upp betri aðstöðu. En það rétt­læt­ir alls ekki gjörðir manns­ins. Ég skil þenn­an bónda mæta­vel.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert