Reyna að létta á spítalanum

Verið er að leita leiða til að létta álaginu af …
Verið er að leita leiða til að létta álaginu af Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leysa á frá­flæðis­vanda Land­spít­al­ans í nokkr­um skref­um á næstu mánuðum. Yf­ir­stjórn spít­al­ans kynnti áætl­un þess efn­is ný­verið eft­ir mik­inn þrýst­ing frá yf­ir­lækn­um og deild­ar­stjór­um sem hafa fengið nóg af yf­ir­full­um spít­ala.

Opnuð verður bið- og end­ur­hæf­ing­ar­deild með fimmtán rúm­um hjá Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands á Akra­nesi um miðjan maí. Þá eru til­bú­in sex hjúkr­un­ar­rými á Akra­nesi og í Borg­ar­nesi og fleiri hjúkr­un­ar­rýma er að vænta á höfuðborg­ar­svæðinu og í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um að sögn Guðlaug­ar Rakel­ar Guðjóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra flæðisviðs Land­spít­al­ans.

Enn frek­ara sam­starf við heil­brigðis­stofn­an­irn­ar á Sel­fossi, Suður­nesj­um og Akra­nesi er líka í bíg­erð, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um álga­svanda á Land­spít­al­an­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert