800 íbúðir er fyrirhugaðar í Skerjafirði, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudaginn.
Ekkert kemur fram um meðalstærð íbúðanna í áætluninni en 25% þeirra verða í eigu húsnæðisfélaga. Íbúðirnar eru á svokölluðu þróunarsvæði í borginni.
Reykjavíkurborg gerði samning árið 2013 um að kaupa landið, sem er 11 hektarar, af ríkissjóði á 440 milljónir króna. Þar var kveðið á um að ríkið fái hlut af tekjum vegna sölu byggingaréttar á svæðinu.
Landið losnaði við lokun neyðarbrautarinnar svonefndu á Reykjavíkurflugvelli og hefur sala þess verið afar umdeild.