Færði 31 fasteign yfir í önnur félög

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karl­maður á átt­ræðis­aldri hef­ur verið fund­inn sek­ur um umboðssvik, meiri hátt­ar brot gegn lög­um um bók­hald og brot gegn ákvæðum laga um árs­reikn­inga með því að hafa sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags ráðstafað 31 fast­eign úr fé­lag­inu án end­ur­gjalds til annarra fé­laga sem maður­inn átti. Seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar að engu skipti þótt maður­inn hafi notað leigu­tekj­ur af fast­eign­un­um í nýju fé­lagi til viðhalds og fram­kvæmda á eign­un­um.

Var hann dæmd­ur í eins árs skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða lög­fræðikostnað og sak­ar­kostnað í mál­inu, sam­tals um 12 millj­ón­ir. Áður hafði héraðsdóm­ur dæmt mann­inn í  30 daga fang­elsi og til að greiða 500 þúsund krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs vegna brota á lög­um um bók­hald. Hann var hins vega sýknaður í héraði af öðrum sök­um í mál­inu.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar tel­ur að með því að hafa fært fast­eign­irn­ar 31 í önn­ur fé­lög í eigu manns­ins hafi hann gerst sek­ur um umboðssvik.

Heild­ar­verðmæti eign­anna sem var ráðstafað nam tæp­lega 519 millj­ón­um, en áhvílandi heild­ar­skuld­ir á eign­un­um nam um 617 millj­ón­um  á ár­un­um 2008 og 2009 þegar brot­in voru fram­in. Þar sem skuld­irn­ar voru hærri en eign­in er ekki gengið út frá því að fast­eigna­fé­lagið hafi orðið fyr­ir tjóni né skap­ast veru­leg fjár­tjóns­hætta við að það missti eign­ar­haldið yfir eign­un­um 31, þar sem eng­in af eign­un­um hefði getað hrokkið fyr­ir áhvílandi skul­um.

„Á hinn bóg­inn fól ráðstöf­un­in í sér að fé­lagið var svipt leigu­tekj­um af eign­un­um og þar með rekstr­ar­grund­velli sín­um. Með þessu varð fé­lagið af tekj­um sem sam­tals námu 60.863.124 krón­um, eins og ákærði hef­ur geng­ist við,“ seg­ir í dómn­um, en þar er jafn­framt tekið fram að maður­inn hafi notað fjár­hæðina til  viðhalds og fram­kvæmda á eign­un­um.

Er maður­inn engu að síður sak­felld­ur fyr­ir að hafa mis­notað aðstöðu sína og valdið fé­lag­inu fjár­tjóni og því dæmd­ur til refs­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert