Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, hefur ekkert fylgst með framgangi málsins og biðlar til fjölmiðla að þeir leiti ekki eftir skoðun hennar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.
Thomas Møller Olsen, grænlenskur karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu í janúar, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot.
Birna hvarf 14. janúar. Hún sást síðast á eftirlitsmyndavél í miðborg Reykjavíkur. Sjónir lögreglu beindust fljótlega að skipverjum á grænlenska togaranum Polar Nanoq og voru tveir þeirra handteknir um borð í skipinu 17. janúar. Birna fannst látin 21. janúar. Hún var tvítug að aldri.
Öðrum manninum var sleppt úr haldi og hélt hann til Grænlands.