Buðu þingmönnum á mynd um fátækt

Sæti voru tekin frá fyrir þingmenn á sýningunni og sérmerkt …
Sæti voru tekin frá fyrir þingmenn á sýningunni og sérmerkt þeim. mbl.is/Kristinn

Pepp Ísland – Sam­tök fólks í fá­tækt og Bíó Para­dís, buðu í kvöld þing­mönn­um, fólki í stjórn­sýsl­unni og fjöl­miðlum á mynd leikskjór­ans Ken Loach í I, Daniel Bla­ke.

Mynd­in lýs­ir raun­um fólks af bar­áttu þeirra við op­in­bera kerfið og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að hún af­hjúpi fá­tækt­ina, eitt skelfi­leg­asta mein sam­fé­lags­ins.Tek­in voru frá sæti fyr­ir ráðherra og þing­menn og efnt til umræðna und­ir stjórn Mika­els Torfa­son­ar, að sýn­ingu lok­inni.

Mynd­in seg­ir frá Daniel Bla­ke, 59 ára göml­um smið sem er ný­bú­inn að fá hjarta­áfall. Lækn­ir­inn hans seg­ir hon­um að hann megi ekki vinna – en eft­ir að hafa svarað fá­rán­leg­um spurn­ing­um skrif­stofu­starfs­manns seg­ir kerfið hins veg­ar að hann sé vinnu­fær. Í kjöl­farið tek­ur við löng og erfið bar­átta við ómann­eskju­legt kerfi.

Mynd­in hef­ur hlotið fjölda verðlauna, m.a. Gullpálm­ann í Cann­es og BAFTA verðlaun fyr­ir bestu bresku mynd árs­ins.

Mikael Torfason stýrði umræðum að sýningu lokinni.
Mika­el Torfa­son stýrði umræðum að sýn­ingu lok­inni. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka