Malín og Hlín dæmdar sekar

Malín Brand og Hlín Einarsdóttir í dómssal.
Malín Brand og Hlín Einarsdóttir í dómssal. mbl.is/Eggert

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í morg­un syst­urn­ar Hlín Ein­ars­dótt­ur og Malín Brand í 12 mánaða fang­elsi en þær voru ákærðar fyr­ir fjár­kúg­un og til­raun til fjár­kúg­un­ar með því að hafa reynt að hafa fé af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, og haft fé af fyrr­ver­andi sam­starfs­manni Hlín­ar. Níu mánuðir eru skil­orðsbundn­ir. Hvor­ug systr­anna var viðstödd upp­kvaðningu dóms­ins.

For­saga máls­ins er sú að lög­regl­an hand­tók syst­urn­ar á Krýsu­vík­ur­veg í Hafnar­f­irði í maí 2015. Höfðu þær þá sótt pakkn­ingu í tösku sem skil­in hafði verið þar eft­ir og þær töldu inni­halda átta millj­ón­ir króna. Féð höfðu þær farið fram á að Sig­mund­ur Davíð greiddi gegn því að þær héldu upp­lýs­ing­um leynd­um um meinta aðkomu hans að fjár­hags­mál­um Vefpress­unn­ar ehf.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, ræðir við fréttamenn eftir að …
Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir, sak­sókn­ari hjá héraðssak­sókn­ara, ræðir við frétta­menn eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp yfir Malín og Hlín. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram kom í ákær­unni að Hlín hafi ritað tvö bréf á tíma­bil­inu 20. maí til 27. maí 2015. Fyrra bréfið setti hún inn um bréfal­úg­una hjá Jó­hann­esi Þór Skúla­syni, þáver­andi aðstoðar­manni Sig­mund­ar Davíðs, en bréfið var þó ekki opnað fyrr en eft­ir að syst­urn­ar höfðu verið hand­tekn­ar. Seinna bréfið var póst­lagt og stílað á eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs.

Enn­frem­ur seg­ir í ákær­unni að Malín hafi prentað bæði bréf­in út og enn­frem­ur ritað nafn og heim­il­is­fang á seinna bréfið. Farið var fram á 7,5 millj­ón­ir króna í fyrra bréf­inu. Síðara bréfið var sam­hljóða því fyrra en upp­hæðin var þá kom­in upp í átta millj­ón­ir auk þess sem fyr­ir­mæli voru gef­in um af­hend­ing­arstað, af­hend­ing­ar­máta, gps-hnit og ljós­mynd­ir af af­hend­ing­arstaðnum.

Eft­ir að fjár­kúg­un­ar­málið kom upp kærði fyrr­ver­andi sam­starfsmaður Hlín­ar hana fyr­ir að hafa í apríl 2015 í fé­lagi við syst­ur sína haft af sér 700 þúsund krón­ur með hót­un­um um að leggja ann­ars fram kæru til lög­reglu um að hann hefði nauðgað henni. Fram kem­ur í ákær­unni að Malín hefði rætt við mann­inn nokkr­um sinn­um í apríl og hann síðan af­hent henni fjár­mun­ina í kjöl­far þess.

Í ákær­unni kem­ur fram að Malín hafi rætt við mann­inn nokkr­um sinn­um í apríl og hann hafi svo af­hent Malín fjár­mun­ina 10. og 13. apríl. Fer maður­inn fram á 1,7 millj­ón­ir í skaðabæt­ur vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert