Næstum 8.000 íbúðir í undirbúningi

Úlfarsárdalur.
Úlfarsárdalur. Mynd/Reykjavíkurborg

Fjöldi nýrra íbúða er fyrirhugaður í Elliðaárvogi, Grafarvogi og Úlfarsárdal á næstu árum, eða 7.680. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudag.

 

Þær íbúðir sem eru á byggingasvæði á framkvæmdastigi eru 280 talsins. Þær eru allar í Bryggjuhverfi – 2. áfanga og er meðalstærð þeirra 100 fermetrar. Húsnæðisfélög eiga allar íbúðirnar.

Íbúðir í samþykktu deiliskipulagi eru 120 talsins, allar á reitnum Spöngin-Móavegur.  Meðalstærð þeirra er 74 fermetrar og eru þær að fullu í eigu húsnæðisfélaga.

Móavegur í Grafarvogi.
Móavegur í Grafarvogi. Mynd/Yrki arkitektar

Á svæðum sem eru í skipulagsferli eru 1.300 íbúðir. Þar af eru 140 þeirra á reitnum Úlfarsárdalur, þar sem þétta á núverandi hverfi, og 360 á reitnum Úlfarsárdalur – Leirtjörn. Þar verður helmingur íbúðanna í eigu húsnæðisfélaga. Ekkert kemur fram um stærð íbúðanna í Úlfarsárdalnum í húsnæðisáætluninni.

Á reitnum Elliðaárvogur-Bryggjuhverfi II er gert ráð fyrir 800 íbúðum. Meðalstærð þeirra nemur 114 fermetrum og eiga húsnæðisfélög 25% í þeim.

Gert er ráð fyrir 4.500 íbúðum á reitnum Elliðaárvogur-Vogur, Höfðar.
Gert er ráð fyrir 4.500 íbúðum á reitnum Elliðaárvogur-Vogur, Höfðar.

Fjölmargar íbúðir eru á svæðum sem eru á þróunarsvæði sem er í skoðun eða undirbúningi, eða samanlagt 5.980.

Langflestar eru þær á reitnum Elliðaárvogur-Vogur, Höfðar. Þar er gert ráð fyrir 4.500 íbúðum og verður meðalstærð þeirra 114 fermetrar. Húsnæðisfélög eiga 25% íbúðanna.

Á Keldum verða 480 íbúðir og í Gufunesi verða svo 1.000 til viðbótar. Ekkert kemur fram um stærð þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert