Ríkið láni Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða

Viðbótar fjárþörf Vaðlaheiðarganga er talin nema 4,7 milljörðum.
Viðbótar fjárþörf Vaðlaheiðarganga er talin nema 4,7 milljörðum. Valgeir Bergmann

Rík­is­sjóður mun áfram koma að gerð Vaðla­heið­ar­ganga og var samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un að frum­varp sem heim­ili fjár­hæðar­hækk­un verði lagt fyr­ir Alþingi eins fljótt og unnt er. Kjarn­inn greindi fyrst frá mál­inu.

Í bók­un­inni sem samþykkt var á fund­in­um kem­ur fram að frum­varp til breyt­inga á lög­um um Vaðla­heiða­göng, kveði á um að fjár­hæða­heim­ild lag­anna verði hækkuð um allt að 4,7 millj­arða króna miðað við verð­lag í lok síðasta árs. Þá verði gerð út­tekt á verk­efn­inu og því sem fór úr­skeið­is við gerð Vaðlaheiðarganga.

Upp­haf­leg­ur samn­ing­ur við Vaðlaheiðargöng hafi kveðið á um lán til að fjár­magna gangna­fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir allt að 8.700 m.kr. miðað við verðlag í lok árs 2011. Taf­ir við fram­kvæmt, vegna erfiðra aðstæðna hafi hins veg­ar valdið mikl­um kostnaðar­auka.

Nú sjái hins veg­ar fyr­ir enda verks­ins tveim­ur árum eft­ir áætl­un. „Gera má ráð fyr­ir að sú óvissa sem ein­kennt hef­ur ganga­gröft­inn hverfi að mestu við gegn­um­slagið sem verður vænt­an­lega á næstu vik­um,“ seg­ir í bók­un­inni.

Í upp­haf­leg­um áætl­un­um hafi verið gert ráð fyr­ir að ófyr­ir­séður kostnaður gæti numið allt að 7% af fram­kvæmda­áætl­un. Áætlaður um­fram­kostnaður vegna þeirra tafa sem orðið hafa nem­ur hins veg­ar um 44% af áætluðum stofn­fram­kvæmda­kostnaði miðað við verðlag upp­haf­legr­ar lán­veit­ing­ar. Viðbótar­fjárþörf­in nemi því  um 4.7 millj­örðum króna m.v. verðlag og stöðu láns í lok árs 2016.

„Fyr­ir ligg­ur að hlut­haf­ar Vaðlaheiðarganga hf. hafa á aðal­fundi fé­lags­ins hafnað því að leggja fé­lag­inu til aukið hluta­fé til að standa und­ir fram­an­greind­um auka­kostnaði. Ljóst er að verði fram­kvæmd­inni ekki að fullu lokið kann rík­is­sjóður sem lán­veit­andi að skaðast auk þess sem göng­in sem nán­ast eru full­graf­in munu ekki skila þeim sam­fé­lags­lega ávinn­ingi sem stefnt var að. Að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins er hag­felld­ast fyr­ir ríkið að verk­efn­inu verði lokið og það verði síðan skoðað í fram­hald­inu hvernig best verður að haga framtíðarfjármögn­un þeirra eft­ir að öll óvissa er frá og reynsla verður kom­inn á rekst­ur þeirra.“


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert