„Skipstjórinn hleypur frá á ögurstundu“

Fréttatíminn kom út í morgun en kemur ekki út á …
Fréttatíminn kom út í morgun en kemur ekki út á morgun.

Óljóst er um frekari útgáfu Fréttatímans á meðan verið er að endurskipuleggja það. Blaðið var prentað í gærkvöldi en ekkert blað kemur út á morgun. Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð. Þeir hafa ekki náð í Gunnar Smára Egilsson, ritstjóra, útgefanda og stærsta eiganda útgáfufélags Fréttatímans. Hann hefur vikið frá til að liðka fyrir endurskipulagningu.  

„Fólkið hér var að störfum alla vikuna og lagði sig fram án þess að fá laun né skýringar á stöðunni. Fullmönnuð ritstjórn af góðu fólki með vilja til að halda áfram að gefa út blað og leggjast á árarnar þó reksturinn væri erfiður. Við reyndum ítrekað að ná í útgefanda blaðsins í vikunni og boðuðum hann á fund sem hann varð ekki við. Það skýtur skökku við þegar skipstjórinn hleypur frá á ögurstundu, lætur sig hverfa og virðir ekki samstarfsfólk viðlits þegar það hefur ekki fengið greidd laun. Á sama tíma sá hann sér fært að ræða við fjölmiðla um stofnun nýs stjórnmálaflokks sem hyggist berjast fyrir völdum og hagsmunum launafólks í landinu. Starfsmönnum Fréttatímans var ekki skemmt,“ segir Þóra Tómasdóttir sem ritstýrði föstudagsblaðinu.   

Ritstjórn Fréttatímans kemur ekki saman í dag.

Þóra Tómasdóttir fréttamaður
Þóra Tómasdóttir fréttamaður
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert