Eldur í bíl á Akureyri

Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eldur kviknaði í bíl i miðbæ Akureyrar nú í kvöld. Bílnum, sem er jeppi af gerðinni Land Rover, hafði verið lagt í stæði við Landsbankann í Strandgötu þegar þeir sem á bílnum voru urðu varir við að annarlegan reyk lagði frá vélinni.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn með slökkvitæki frá einu fyrirtækjanna í nágrenninu og var búið að ráða niðurlögum hans þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Ökumanni og farþegum varð ekki meint af að sögn lögreglunnar á Akureyri, en bíllinn er óökufær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert