Fengu réttláta meðferð hjá dómstólum

Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ásamt verjendum í Héraðsdómi …
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson ásamt verjendum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir, ásamt Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni kærðu niðurstöðu Hæstaréttar í al-Thani málinu til Mannréttindadómstólsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­menn­ing­arn­ir sem hlutu dóm í al-Thani mál­inu fengu rétt­láta meðferð fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um að mati ís­lenskra stjórn­valda, þetta kem­ur fram í svari stjórn­valda til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og sem greint er frá á frétta­vef RÚV.

Í svari stjórn­valda segi þá enn frem­ur að þau  telji Árna Kol­beins­son hæsta­rétt­ar­dóm­ara ekki hafa verið van­hæf­an, þrátt fyr­ir að son­ur hans hafi unnið fyr­ir Kaupþing og eig­in­kona Árna hafi setið í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Sig­urður Ein­ars­son, Ólaf­ur Ólafs­son, Hreiðar Már Sig­urðsson og Magnús Guðmunds­son sem hlutu dóm í al-Thani mál­inu kærðu niður­stöðu Hæsta­rétt­ar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins.

Dóm­stóll­inn sendi hér­lend­um stjórn­völd­um bréf þar sem svara var óskað við fjór­um spurn­ing­um. Lutu þær að hlut­leysi Árna Kol­beins­son­ar hæsta­rétt­ar­dóm­ara, lyk­il­vitn­um, aðgengi að sönn­un­ar­gögn­um og hler­un­um. RÚV seg­ir Inn­an­rík­is­ráðuneytið hafa sent Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um svör­in fyr­ir hönd stjórn­valda í byrj­un mars.  

Í frétt RÚV seg­ir að hlut­leysi Árna Kol­beins­son­ar sé ít­rekað í svari stjórn­valda og að ekki sé ástæða til að ef­ast um það. Upp­lýs­ing­ar um að son­ur Árna hafi unnið fyr­ir Kaupþing og að eig­in­kona Árna hafi setið í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafi legið fyr­ir þegar málið var fyr­ir dómi. Eng­ar at­huga­semd­ir hafi verið gerðar við það þá af hálfu sak­born­ing­anna, eða verj­enda þeirra.

Þá er lítið gefið fyr­ir þær full­yrðing­ar fjór­menn­ing­anna að þeir hafi ekki þorað að mót­mæla setu Árna í dóm­in­um þar sem það hefði bitnað á þeim og bent á að ef­ast hafi verið um hlut­leysi ann­ars dóm­ara í mál­inu og hann hafi vikið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka