Kemur ekki út fyrir páska

Fréttatíminn kemur líklega ekki út fyrir páska.
Fréttatíminn kemur líklega ekki út fyrir páska.

„Það er forgangsatriði hjá okkur að reyna að ná að greiða fólki laun,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Fréttatímans. Tæpur tugur starfsmanna fyrirtækisins hefur ekki enn fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð. 

Unnið er að því að endurskipuleggja fyrirtækið sem hefur verið í rekstrarvanda frá því í desember. Valdimar segist ekki geta sagt til um hvort samningar hafi náðst um helgina. Starfsfólk mætir að öllum líkindum ekki til vinnu á morgun, mánudag. Ekki er líklegt að blaðið komi út fyrir páska en stefnt er að útgáfu blaðsins eftir páska, að sögn Valdimars.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert