Ungu fólki þykir það út undan

Frá ráðstefnunni.
Frá ráðstefnunni. Ljósmynd/UMFÍ

Ungu fólki finnst það hafa verið skilið út und­an og að ekki sé hlustað á það. Það var ekki haft sam­ráð við það þegar ákveðið var að ráðast í stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu; stytta nám til stúd­ents­prófs og taka í notk­un nýtt ein­kunna­kerfi í sam­ræmd­um próf­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ung­menna­fé­lagi Íslands, sem stóð fyr­ir ráðstefn­unni Ungt fólk og lýðræði dag­ana 5.-7. apríl. Í til­kynn­ing­unni seg­ir m.a. að breyt­ing­arn­ar hafi haft mik­il áhrif, m.a. nei­kvæð áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu ung­menna.

„Ungu fólki finnst það hafa verið skilið út und­an og ekki hlustað á það. Því finnst þörf á viðhorfs­breyt­ingu inn­an stjórn­sýsl­unn­ar svo ráðamenn og sveit­ar­stjórn­ar­fólk hlusti bet­ur á ungt fólk á Íslandi, bæði þarf­ir og kröf­ur. Ung­menn­in óska líka eft­ir því að full­trú­ar ung­mennaráða fái að sitja fundi flestra nefnda inn­an sveit­ar­fé­laga,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Við telj­um að æski­legt sé að breyta lög­um og í leiðinni sam­ræma regl­ur ung­mennaráða um land allt,“ seg­ir í álykt­un Ung­mennaráðs UMFÍ, sem vill að kosn­inga­ald­ur­inn verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár. „Lagt er til að breyt­ing­arn­ar verði í þrep­um og kosn­inga­ald­ur lækkaður fyrst í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um en síðar í kosn­ing­um til Alþing­is,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þátt­tak­end­ur ráðstefn­unn­ar voru um 100 ung­menni frá ung­mennaráðum fé­laga­sam­taka og sveit­ar­fé­laga.

Nán­ar um málið á heimasíðu UMFÍ.

Frá ráðstefnunni.
Frá ráðstefn­unni. Ljós­mynd/​UMFÍ
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert