Óviðunandi framúrkeyrsla

Kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganganna hefur rokið upp úr öllu valdi.
Kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganganna hefur rokið upp úr öllu valdi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þessi framúr­keyrsla úr áætl­un­um er óviðun­andi. Hún virðist fyrst og fremst stafa af ónógri grein­ingu á jarðfræði,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, um þau áform að rík­is­sjóður muni lána Vaðlaheiðargöng­um 4,7 millj­arða til að ljúka ganga­gerðinni.

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í síðustu viku var samþykkt að leggja fram frum­varp sem heim­ilar þessa fjár­hæðar­hækk­un eins fljótt og unnt er. 

Katrín bend­ir á að marg­ar op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir hafi farið fram úr áætl­un­um. Í upp­haf­leg­um áætl­un­um hafi verið gert ráð fyr­ir að ófyr­ir­séður kostnaður vegna gang­anna gæti numið allt að 7% af fram­kvæmda­áætl­un. Áætlaður um­fram­kostnaður vegna þeirra tafa sem orðið hafa nem­ur hins veg­ar um 44% af áætluðum stofn­fram­kvæmda­kostnaði miðað við verðlag upp­haf­legr­ar lán­veit­ing­ar. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna. mbl.is/​Eggert

Fram­kvæmd­in er einkafram­kvæmd í sam­starfi við ríkið. Katrín bend­ir á að í ljósi þess að rík­is­stjórn­in hef­ur boðað aukn­ar einkafram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um ger­ir hún at­huga­semd­ir við þessi vinnu­brögð sem þarf að skoða ná­kvæm­lega og rýna frek­ar í.

Sam­kvæmt um­ferðarspám sem lágu fyr­ir fyr­ir fram­kvæmd­ina er um­ferðin þegar orðin meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Um­ferðinni var meðal ann­ars ætlað að standa und­ir fram­kvæmd­inni. 

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata.
Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert

 „Subbu­lega að þessu staðið“

„Ég fagna þess­ari fram­kvæmd sem slíkri en það var subbu­lega að þessu staðið,“ seg­ir Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, odd­viti Pírata í norðaust­ur­kjör­dæmi. Hann mun ekki greiða at­kvæði gegn frum­varpi um fjár­hæðar­hækk­un til Vaðlaheiðarganga. 

Ein­ar bend­ir á að brýnt sé að vinnu­brögðin við áætlan­ir um Vaðlaheiðargöng­in end­ur­taki sig ekki. Hann seg­ist treysta stofn­un­um rík­is­ins sem meta það sem svo að skaðinn sé meiri ef göng­in standa ókláruð. „Við höf­um ekk­ert annað val,“ seg­ir Ein­ar um aðkomu rík­is­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert