Dýpkun og hreinsun við Landeyjahöfn gengur vel. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, skrifaði um málið á Facebook í gærkvöldi og greindi frá því að búið væri að hreinsa nokkuð vel úr hafnarmynni og meðfram görðum.
Tangi við vesturgarðinn hefði verið fjarlægður og svo héldi verkið áfram, Aðstæður til verksins væru góðar og fyrir greiddi að áhöfnin á belgíska dýpkunarskipinu Galilei þekkti vel til staðhátta.
Í gær sigldi Herjólfur fyrstu ferðina í Þorlákshöfn og tók svo tvær ferðir í Landeyjahöfn síðdegis.