Stefnir í lokun deilda

Alvarleg staða er uppi á Landspítalanum.
Alvarleg staða er uppi á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vit­um ekki enn hversu mörg­um rým­um þarf að loka en við vit­um að í dag er 150% nýt­ing á rúm­um á slysa­deild­inni,“ seg­ir Guðríður Krist­ín Þórðardótt­ir, formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­al­ans.

Allt stefn­ir í gríðarlega mann­eklu í stétt hjúkr­un­ar­fræðinga í sum­ar og seg­ir Guðríður að það eina í stöðunni verði að loka deild­um. „Fimm ára áætl­un er ekki nóg. Það þarf að laga ástandið og laga það strax því núna sitj­um við bara í súp­unni,“ seg­ir Guðríður.

„Við höf­um verið að kljást við mann­eklu núna um langt skeið,“ seg­ir Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Land­spít­al­an­um. Seg­ir hún fyr­ir­séð að mann­ekl­an muni bara aukast nema tak­ist að auka nýliðun í stétt­inni og heil­brigðis­stofn­an­ir geti boðið sam­keppn­is­hæf laun. „Við erum svo­lítið milli steins og sleggju vegna þess að við erum ekki aðilar að samn­ing­um um kaup og kjör nema að mjög litlu leyti,“ seg­ir Sig­ríður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert