Fundurinn gæti verið opinn

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis býst við því að Ólafur Ólafsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, komi fyrir nefndina fljótlega. Ekki er búið að ákveða neinn tíma.

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is kynnti niður­stöðu sína um þátt þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaup­um á Búnaðarbanka Íslands hf. fyr­ir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þann 29. mars, þar sem kom fram að þáttur þýska bankans hefði aðeins verið til málamynda.

Brynjar segir að Ólafur sé búinn að hafa samband við sig og hann á von á því að verða við ósk hans um fund. „Ég á ekki von á öðru. Það væri skrýtið ef maður yrði ekki við þeirri ósk,“ segir Brynjar og tímasetning fundarins verði ákveðin eftir páska.

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar skýrsla rannsóknarnefndar var kynnt fyrir nefndinni var fundurinn í beinni útsendingu. Spurður hvort slíkt yrði uppi á teningnum þegar Ólafur kemur á fund nefndarinnar segir Brynjar allt koma til greina í þeim efnum.

Það er mat nefndarinnar á hverjum tíma hvað menn vilja gera í því. Mér þætti skrýtið ef hann væri ekki að minnsta kosti opinn fjölmiðlum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka