Snjóar norðanlands og kalt í norðanáttinni

Það snjóar á norðanverðu landinu í dag.
Það snjóar á norðanverðu landinu í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Snjóa mun á norðanverðu landinu í dag og fer hitinn ekki mikið yfir frostmark nema sunnanlands þar sem hann verður á bilinu 1-7 stig að deginum. Norðlæg átt verður á bilinu 5-13 m/s, samkvæmt spá Veðurstofunnar.

 „Það verður fremur aðgerðalítið veður í dag, þótt vissulega sé hann kaldur í norðanáttinni,“ að því er segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings. „Syðra má reikna með að hámarkshiti mælist um 7 stig og það verður bjart í heiði. Og svona mun þetta vera að megninu til næstu daga. Ekki er að sjá nein hlýindi í kortunum fyrr en á mánudag.“

Norðaustan og austan 8-15 m/s á morgun með snjókomu víða um landið austanvert og einnig norðanlands annað kvöld. Úrkomulítið annars staðar og bjartviðri á köflum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert