Bílvelta á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiðin.
Holtavörðuheiðin. mbl.is/Gúna

Bíl­velta varð á Holta­vörðuheiðinni um há­deg­is­bilið í dag. Tveir er­lend­ir ferðamenn voru í bíln­um en að sögn lög­regl­unn­ar á Blönduósi slösuðust þeir ekki.

Ökumaður­inn missti stjórn á bíln­um í hálku en sam­kvæmt lög­regl­unni er flug­hált efst á heiðinni.

Bíl­inn lenti á hjól­un­um í snjón­um og skemmd­ist ekki mikið.

Lög­regl­an á Blönduósi hef­ur verið við hraðaeft­ir­lit í dag. Sá sem hef­ur verið tek­inn fyr­ir mest­an hraðakst­ur það sem af er degi ók á 128 kíló­metra hraða á klukku­stund.

mbl.is/Þ​órður
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert