Bílvelta á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiðin.
Holtavörðuheiðin. mbl.is/Gúna

Bílvelta varð á Holtavörðuheiðinni um hádegisbilið í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum en að sögn lögreglunnar á Blönduósi slösuðust þeir ekki.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku en samkvæmt lögreglunni er flughált efst á heiðinni.

Bílinn lenti á hjólunum í snjónum og skemmdist ekki mikið.

Lögreglan á Blönduósi hefur verið við hraðaeftirlit í dag. Sá sem hefur verið tekinn fyrir mestan hraðakstur það sem af er degi ók á 128 kílómetra hraða á klukkustund.

mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert