Hart deilt á hækkun

Færsla ferðaþjónustu í efra þrepið er fyrirhuguð í haust.
Færsla ferðaþjónustu í efra þrepið er fyrirhuguð í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óánægja er með fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu meðal nokkurra þingmanna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segjast þeir óttast áhrif skattahækkunarinnar á ferðaþjónustu á landsbyggðinni auk þess sem svört starfsemi gæti færst í aukana.

Einn sem vildi ekki koma fram undir nafni sagði fyrirséð að ferðaheildsalar beini viðskiptavinum sínum í auknum mæli til annarra landa þegar skattahækkanirnar skila sér út í verðlag en viðmælendur Morgunblaðsins hafa áhyggjur af því að íþyngjandi skattahækkanir bætist ofan á sterkt gengi íslensku krónunnar sem hefur þyngt róður margra ferðaþjónustufyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert