Skoða að skipta um nafn

Bombardier Q400 vél Flugfélags Íslands kemur inn til lendingar á …
Bombardier Q400 vél Flugfélags Íslands kemur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvöll. Þeim vélum er flogið milli Reykjavíkur og Akureyrar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur ekki neitt verið endanlega ákveðið í þeim efnum. Við erum að vinna ákveðna mörkunarvinnu í fyrirtækinu,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er til skoðunar að taka upp nýtt nafn fyrir flugfélagið.

„Við fórum í gegnum miklar og flóknar breytingar á síðasta ári og höfum verið að bæta við leiðakerfi okkar með því að fljúga beint milli  Akureyrar og Keflavíkur og til Norður-Bretlands,“ segir Árni. „Samhliða þessu erum við að móta stefnu félagsins og erum í þeim sporum núna. Starfsfólkið er meðvitað um að þessi vinna er í gangi og tekur þátt í henni. En það hafa ekki verið ákveðnar neinar endanlegar niðurstöður í þeim efnum.“

Árni segir að fyrirtækið vinni undir tveimur nöfnum, Flugfélag Íslands og Air Iceland. „Í þessari mörkunarvinnu erum við að vinna með þau nöfn og sjá hvernig þau henta til framtíðar. Við eigum von á að niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir í lok næsta mánaðar,“ segir hann í fréttaskýringu um starfsemi félagsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert