Megas, Katrín og Vilhjálmur frumsemja málshætti

Megas, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason eru meðal þeirra sem …
Megas, Katrín Jakobsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason eru meðal þeirra sem frumsömdu málshætti fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Fyr­ir tveim­ur árum fékk Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins fólk úr ýms­um átt­um til að frumsemja máls­hætti fyr­ir blaðið sem kom út á páska­dag. Það vakti svo mikla lukku að ákveðið var að end­ur­taka leik­inn í ár og hver veit nema nú sé kom­inn hefð fyr­ir því að Sunnu­dags­blaðið birti frum­samda máls­hætti um hverja páska. 

23 Íslend­ing­ar sömu á fimmta tug máls­hátta fyr­ir blaðið og birt­ast þeir á páska­dag.

Að setja máls­hætti inn í súkkulaðipáska­egg er sér­ís­lensk­ur siður og er lík­lega ein ástæðan fyrri því að þekkt­ir er­lend­ir súkkulaðifram­leiðend­ur hafa ekki náð að herja að ráði á ís­lensk­an páska­eggja­markað. Í þeirra súkkulaðiegg- og kan­ín­ur vant­ar nefni­lega aðal­atriðið; máls­hátt­inn.

Meðal þeirra máls­hátta sem sjá má í blaðinu um helg­ina eru:

„Það skyldu menn þenja spart sem þolir óstór­ar teygj­ur.“

Megas

„Oft velt­ir lít­ill þingmaður þungu hlassi.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir

„Þeir muna bet­ur sem áminnt­ir eru.“

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son

„Páska­egg er páska­egg er páska­egg er páska­egg.“

Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir

„Api er api þótt af sé hal­inn.“

Vil­hjálm­ur Bjarna­son

„Það sem virðist verst þegar það ger­ist gagn­ast manni oft best.“

Silja Aðal­steins­dótt­ir.

„Eng­inn er verri þótt hann borði páska­egg barns­ins síns eft­ir djammið, ef hann bara kaup­ir nýtt í tæka tíð.“

Berg­lind „Festi­val“ Pét­urs­dótt­ir

„Fátítt er að týn­ast á leið sinni til visku.“

Eva María Jóns­dótt­ir

„Svört er ára svika­hrapps­ins.“

Her­dís Eg­ils­dótt­ir

„Flík er besta sólvarvörn­in.“

Stefán Hilm­ars­son

„Eng­inn á líf sitt einn.“

Njörður P. Njarðvík

 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert