Enn á eftir að endurheimta traust

Agnes Sigurðarsóttir, biskup Íslands.
Agnes Sigurðarsóttir, biskup Íslands. mbl.is/Golli

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist ítrekað á traust í predikun sinni í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, páskadag. Sagði hún að 9 árum eftir efnahagshrunið hér á landi væri langt í land með að traustið komi til baka.

„Traust til grundvallarstofnana samfélagsins hefur ekki komið aftur. Enn virðist vera langt í land með að endurheimta það,“ sagði Agnes í predikunni og bætti við að stofnanir þjóðfélagsins verði að sýna að þær séu traustsins verðar. „Það á við um allar stofnanir, fjármálastofnanir, heilbrigðisstofnanir, ríkisstofnanir, kirkjurnar og aðrar þær stofnanir sem þjóna fólkinu í landinu. Fjölmiðlarnir eru þar ekki undanskildir.“

Sagðist Agnes því næst að framganga fjölmiðla hefði verið undarleg í aðdraganda ferminga í ár. Sagði hún lítið gert úr börnum og ákvörðun þeirra að vilja staðfesta skírn sína. „Þau eru jafnvel þráspurð hvort þau séu að fermast vegna gjafanna. Mætti þá ekki alveg eins spyrja afmælisbörn hvort þau væru að halda upp á afmælið vegna gjafanna, eða brúðhjónin hvort þau séu að staðfesta heit sín vegna gjafanna?“ sagði Agnes.

Hlutverk presta væri að vinna með fermingarbörnum í anda upprisunnar, sem hún sagði tákn um endurnýjun og von, við að feta hamingjuveginn og finna tilgang sinn í lífinu. Agnes sagði fermingarbörn aftur á móti „fá misvísandi skilaboð þegar kirkjan vill styðja þau til að byggja líf sitt á traustum grunni en aðrir gera lítið úr og sá efa í hjörtun ungu.“

Preditun biskups má sjá í heild hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert