Þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald

Maðurinn sem stakk manninn í Kjarnaskógi var handtekinn í bifreið …
Maðurinn sem stakk manninn í Kjarnaskógi var handtekinn í bifreið í Skógarlundi á Akureyri.

Dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hefur fallist á beiðni rannsóknarlögreglunnar á Akureyri um að tveir karlar og ein kona sæti gæsluvarðhaldi fram á föstudag í tengslum við rannsókn á hnífstungu og fíkniefnamáli. Einn var handtekinn fyrr í dag í tengslum við málið.

Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem var handtekinn fyrr í dag en lögreglan er að yfirheyra hann, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra í lögreglunni.

Um klukk­an 14:00 á föstudaginn langa barst lög­regl­unni á Ak­ur­eyri til­kynn­ing um að maður hefði verið stung­inn með hníf tví­veg­is í lærið í Kjarna­skógi, eft­ir að ósætti og átök brut­ust út á milli þeirra. 

Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús en það blæddi tölu­vert úr sár­um þess, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Hann fór í aðgerð á sjúkra­hús­inu sem tók nokkr­ar klukku­stund­ir en er ekki leng­ur í lífs­hættu.

Sá sem grunaður er um að hafa stungið hann var síðan hand­tek­inn í bif­reið á Ak­ur­eyri um kvöld­mat­ar­leytið en í bif­reiðinni sem hann var í fund­ust meðal ann­ars bar­efli og exi.

Skömmu síðar var par hand­tekið grunað um aðild að mál­inu og fannst nokkuð magn af fíkni­efn­um í fór­um þeirra. Alls voru 5 hand­tekn­ir í tengsl­um við það fíkni­efna­mál. Parið og árás­araðil­inn í hnífstungu­mál­inu voru vistuð í fanga­geymslu en þrem­ur aðilum var sleppt að lokn­um yf­ir­heyrsl­um vegna fíkni­efna­máls­ins. Einn hefur síðan verið handtekinn til viðbótar eins og áður sagði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert